Ásetninga leiðbeiningar


Leiðbeiningar

DivaProLash er heimagerð augnháralenging eða DIY (Do It yourself).  Lengingin samanstendur af: 

  1. Augnhárabúnt 
  2. Límdumig/Bonder
  3. Festumig/selant og 
  4. PressMe/töng ásamt 
  5. Losaðumigaf/Remover

Í sumum tilfellum þá mælum við með bretta augnhárin fyrst með uppbrettara ef augnhárin eru mjög bein til þess að auðvelda ásetninguna sjá hér


Hugmyndafræðin


Augnhárabúntin sem notuð eru  eru sérstaklega hönnuð til þess að  fara undir þín eigin augnhár.  Þau eru þunn og sveigjanleg  gerð úr sterkum fibertrefjum til þess að þola nudd og núning án þess að krumpast, brotna eða aflagast.


Límmdumig/bonder límið er sérstaklega hannað fyrir DivaProLash til þess að þola Íslenskar aðstæður.  Festumig/Bonderinn þolir allt að 40 stiga hita og allt niður í -15 stiga kulda.  Festumig/Bonder er Latex frítt lím sem er vatns, hita og kulda þolið það er að segja að það heldur augnhárabúntunum þínum á lengi undir margskonar aðstæðum.  Þetta tryggir  endingu í allt að 14 daga.


Festumig/Sealant

Er gelkenndur vökvi sem tekur klístrið af líminu, lætur það þorna og býr til himnu yfir lenginguna sem er bæði sveigjanleg og vatnsþolin ásamt því að  verja lenginguna fyrir hnjaski.


Taktumigaf/Remover

Er olíukenndur vökvi sem leysir upp bæði límið og sealantinn og ver augnhárin þín fyrir að slitna eða nuddast af.


DivaProLash lengingin er örugg og einföld og tekur aðeins í kringum 10 - 15 mín þegar þú ert komin upp á lagið með að setja á þig.  Taktumigaf/Removerinn tryggir síðan að augnhárin þín haldist heil og óskemmd

 

Skrefin 4.

Skref 1 

  • Vertu viss um að augnhárin séu hrein og engin fita  eða meikup sé á þeim
  • Brettu upp augnhárin ef þau eru bein það auðveldar ásetninguna. Við mælum með Kurlý Suesjá hér
  • Raðaðu upp augnhárabúntunum á límband sem þú límir á límrönd annað hvort á hanskaða hönd eða á límband sem þú limir þvert yfir höndina þína.  
  • “Dúmpaðu” Límdumig/bonder ca 1 cm á augnhárbúntin við rótina ekki setja of ofarlega eða of mikið bara hæfilega  svo þetta verði ekki þykkt…
  • Náðu þér í góðann spegil og gott ljós
  • “Dúmpaðu” Límdumig/bonder við augnhárarótina ca 1 cm..  
  • Ath ekki bera á of langt upp í augnhárin ( ekki nota eins og maskara) þá bæði verður ásetningin erfið og næstum ógerleg ásamt því að áferðin á ásetningunni verður ekki falleg.  



    Skref 2

    • Við mælum með að þú sért með góðan spegi og ljós.  Hallaðu þér fram og horfði niður á spegilinn til þess að  sjá betur hvar þú setur augnhárabúntin.  Við mælum með  Handý spegilinn sjá hér
    • Notaðu lausu hendina til þess að halda augnlokinu uppi eða þú getur líka sett límband á augnlokið og yfir augabrúnina það heldur augunum opnum á meðan ásetningunni stendur. Ps. ekki reyna að gera þetta við spegilinn inn á baði hann er of langt í burtu og ljósið oft lélegt :) 



    Skref 3

    • Raðaðu augnhárabúntunum undir augnháralínuna við byrjun vatnslínu
    • Byrjaði við augnkrókinn og passaðu þig að fara ekki of nálægt augnkróknum það getur valdið óþægindum.
    • Raðaðu augnhárabúntunum rétt við vatnslínuna og passaði þig að fara ekki ofan í hana það getur sært og meitt setjið búntin  bara rétt við hárrótina - Ps. þetta lærist þetta fljótt…
    • “Overlappið” aðeins augnárabúntin á hvort annað eða eftir fyrsta búntið setjið  næsta rétt ofan á, þannig næst bein lína og ásetningin verður auðveld, flótleg og einföld.

    Skref 4

    • Berið Festumig/sealant ofaná Límdumig/bonder - Farðu eina umferð yfir sjá hér vídeó 
    • Settu Festumig/sealant á milli klemmubilsins á tönginni 
    • Klemmdu síðan augnhárabúntin og augnhárin saman rosalega vel og vertu viss um að það sé ekkert loft á milli - klíptu líka með puttunum þannig að þetta sé gulltryggt.
    • Eftir ca 5 mín settu nýja umferð af Festumig/sealant svo allt sé skothelt.


    Eftir ásetningu passaðu eftirfarandi:

    • Forðastu að:
    1. Bleyta augnhárin í 24 tíma
    2. Mikinn hita eins og gufu eða heita tíma í 24 tíma
    3. Að vera úti í miklum kulda í lengri tíma eins og skautar og skíði 
    4. Ekki nota olíu hreinsa mælum með Sparklý Clean hreinsirnum sjá hér


    Spurt og svarað.

    Spurning:  Hvað gerist ef augnhárin mín fara af þegar ég tek af mér lenginguna?

    Svar.  Ekki hafa áhyggjur því augnhárin vaxa aftur á 3- 6 vikum. En til þess að forðast óþarfa hárlos notaðu Leystumigaf/Remover hann losar augnhárbúntin af án frekari vandræða.


    Spurning: Lengingin endist ekkert hvað er til ráða ?

    Svar: Ekki hafa áhyggjur það tekur eitt til tvö skipti að ná tökum á því að ná öllum 4 skrefunum perfect.  Þegar þú nærð að fylgja þessum leiðbeiningum vel þá er endingin í allt að 14 daga.